Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Steinríkur leitar að olíu við Sandgerði
Þriðjudagur 20. febrúar 2007 kl. 16:00

Steinríkur leitar að olíu við Sandgerði

Steinríkur, stóra leiguþyrla Landhelgisgæzlunnar, flaug í morgun með ströndinni við Hvalnes og í næsta nágrenni í leit að hugsanlegum olíuflekkjum úr flutningaskipinu Wilson Muuga sem strandaði í Hvalsnesfjöru fyrir tveimur mánuðum.

Flogið var með starfsmenn Náttúrustofu Reykjaness, Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja og Umhverfisstofnunar með ströndinni frá Ósabotnum og að Sandgerði. Þar voru kortlagðir hugsanlegir staðir þar sem olíuflekkir hafi komið að landi út frá þangbingjum í fjörunni.

Ekki sást olía í ferðinni en nokkrir staðir verða skoðaðir nánar á jörðu niðri. Olíumengunin í tjörninni við Hvalsnes er mjög bagaleg, þar sem fuglar sækja mjög í þessar tjarnir. Erfitt mun reynast að hreinsa tjörnina en helst er rætt um að fara um svæðið með heykvíslar og hjólbörur. Erfitt gæti reynst að fara með tæki að tjörnunum og því þyrfti að fá aðstoð þyrlu við að flytja mengað þang brott af svæðinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024