Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Steinar Örn kemur heim á fimmtudag
Mánudagur 25. október 2004 kl. 14:39

Steinar Örn kemur heim á fimmtudag

Steinar Örn Magnússon, slökkviliðsmaður frá Keflavík sem fékk í sig sprengjubrot eftir sjálfsmorðsárás í miðborg Kabúl á laugardag, var útskrifaður af sjúkrahúsi í morgun. Búist er við því að hann snúi aftur heim á fimmtudag ásamt öðrum sem slösuðust, en óljóst er hvort þeir haldi aftur út til Kabúl.

Einn Íslendingur er enn á sjúkrahúsi en hann fékk meðal annars sprengjubrot í fótinn og á neðri hluta líkamans. Hann verður að öllum líkindum útskrifaður á morgun.

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, segir að atburðurinn muni ekki hafa áhrif á starf íslensku friðargæslunnar í Kabúl.

Steinar er lengst til hægri á þessari mynd sem er tekin í Kabúl fyrir nokkru.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024