Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stefnt að sameiningu SpKef við tvo aðra sparisjóði
Fimmtudagur 6. september 2007 kl. 21:44

Stefnt að sameiningu SpKef við tvo aðra sparisjóði

Forsvarsmenn Sparisjóðsins í Keflavík, Sparisjóðs Vestfirðinga og Sparisjóðs Húnaþings og Stranda hafa ákveðið að leggja til við að þeir verði sameinaðir.

Í tilkynningu frá sjóðunum þremur er gert ráð fyrir að auka stofnfé í tengslum við sameininguna þannig að það verði 5,7 milljarðar króna. Eigið fé sameinaðs sjóðs mun nema u.þ.b. 21 milljarði króna og telja forsvarsmennirnir ljóst að með sameiningunni geti sjóðirnir sinnt enn stærri verkefnum og eflt þjónustu við viðskiptavini sína.

Unnið er að samrunaáætlun en endanleg ákvörðun um samruna er svo í höndum fundar stofnfjáreigenda. Gert er ráð fyrir að hann verði haldinn fyrir lok nóvember.

 

Mynd: Sparisjóður Vestfirðinga á Ísafirði. Ljósmynd: Bæjarins besta - www.bb.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024