Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stefnt að byggingu Thorsil í byrjun næsta árs
Mynd af fyrirhugaðri verksmiðju Thorsil í Helguvík. Mynd/ úr matsskýrslu Mannvits.
Fimmtudagur 4. maí 2017 kl. 10:00

Stefnt að byggingu Thorsil í byrjun næsta árs

- Fjárfesting upp á 29,3 milljarða

Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við kísilverksmiðju Thorsil í Helguvík í byrjun næsta árs. Frá þessu er greint á vef Viðskiptablaðsins. Þar er rætt við Hákon Björnsson, framkvæmdastjóra Thorsil, og segir hann fjármögnun verksmiðjunnar langt komna en áætlað er að kostnaður við byggingu hennar verði um 29,3 milljarðar króna.

Umhverfisstofnun gaf út starfsleyfi til Thorsil í febrúar síðastliðnum en sú útgáfa var kærð af íbúum í Reykjanesbæ, Landvernd og Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í viðtalinu í Viðskiptablaðinu var Hákon spurður út í stöðu mála hjá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík en reyk- og lyktarmengun þaðan hefur fundist á Suðurnesjum og hefur Umhverfisstofnun stöðvað framleiðslu þar. Hákon sagði ástandið þar valda Thorsil vandræðum. Þar hafi greinilega verið illa að málum staðið og að lyktarmengun þekkist ekki í þessum bransa.