Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stefnir Reykjanesbæ vegna slæms aðgengis
Miðvikudagur 4. maí 2016 kl. 06:00

Stefnir Reykjanesbæ vegna slæms aðgengis

Arnar Helgi Lárusson, íbúi í Reykjanesbæ, hefur ásamt SEM samtökunum, Samtökum endurhæfðra mænuskaddaðra, höfðað mál gegn Reykjanesbæ vegna slæms aðgengis fyrir fólk sem notast við hjólastól. Fjallað var um málið í þættinum Ísland í dag í fyrradag.

Í þættinum kom fram að Arnar hafi ítrekað bent bæjaryfirvöldum á hversu slæmt aðgengi sé í bæjarfélaginu fyrir fólk sem notast við hjólastól. Arnar er þriggja barna faðir og á oft erfitt með að sækja börn sín í tómstundastarf vegna þess hversu slæmt aðgengi er. Hann íhugar jafnvel að flytja úr bæjarfélaginu verði ekki bætt úr. „Það er verið að ýta mér út í baráttu sem venjulegur þegn í þessu þjóðfélagi á ekki að þurfa að standa í. Ég borga mína skatta og skyldur og geri þá kröfu að ég fái það sama og aðrir,“ sagði Arnar í viðtali við Ísland í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024