Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stefnir í ágætt veður á Ljósanótt
Miðvikudagur 3. september 2008 kl. 09:20

Stefnir í ágætt veður á Ljósanótt

Við Faxaflóann verður austlæg átt í dag, 3-5 m/s, en norðlæg átt á morgun. Víða léttskýjað, en skýjað með köflum sunnantil í dag. Hiti 10 til 16 stig, en nálægt frostmarki í uppsveitum í nótt.
Samkvæmt veðurspá næstu daga má reikna með mildu og hlýju veðri á Ljósanótt þó ekki verði mjög sólríkt.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á föstudag og laugardag:
Suðvestanátt, víða 5-10 m/s, skýjað að mestu og smásúld vestanlands, en víða bjartviðri austantil. Hiti yfirleitt á bilinu 8-14 stig.

Á sunnudag og mánudag:
Útlit fyrir suðlæga átt, 8-13 m/s vestast, annars hægari. Dálítil væta sunnan- og vestantil, annars skýjað með köflum. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag:
Suðaustlæg átt og bjart veður, en skýjað að mestu og dálítil væta við suðurströndina. Áfram milt í veðri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024