Stefnir í ágætis veður á Sandgerðisdögum
Veðrið ætlar að verða Sandgerðingum og gestum þeirra hliðhollt um helgina, samkvæmt spá Veðurstofunnar. Að vísu gæti orðið smá vindur á morgun, en öllu hægari á sunnudaginn. Ekki er gert ráð fyrir neinni úrkomu og hiti verður á bilinu 10-12 stig.
Veðurspá dagsins fyrir Faxaflóasvæðið hljóðar upp á vaxandi norðan átt, 10-15 m/s eftir hádegi. Skýjað með köflum og stöku skúrir. Dregur úr vindi á morgun, 5-10 m/s síðdegis. Hiti 10 til 15 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Vaxandi norðvestlæg átt, 8-13 m/s um hádegi, en heldur hvassara síðdegis. Heldur hægari á morgun. Skýjað með köflum eða bjartviðri og stöku skúrir. Hiti 8 til 14 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á laugardag:
Norðan 8-13 m/s og víða rigning, en þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast syðst.
Á sunnudag:
Norðaustan 8-13 m/s norðvestanlands, en annars hægari vindur. Dálítil rigning með köflum, en annars skýjaðm eð köflum og þurrt að kalla. Hiti breytist lítið.
Á mánudag:
Norðaustan 5-10 m/s. Víða rigning með köflum eða skúrir, en yfirleitt þurrt á Vesturlandi. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast suðvestantil.
Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Fremur hæg norðlæg átt með skúrum norðantil, en fremur þurru veðri syðra. Hiti breytist lítið.