Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Stefán Karl í Fjörheimum í kvöld
Þriðjudagur 22. október 2002 kl. 09:53

Stefán Karl í Fjörheimum í kvöld

Forvarnar- og fræðslukvöld verður haldið í Fjörheimum í kvöld klukkan 20:00. Fyrirlesari verður Stefán Karl Stefánsson leikari og áhugamaður um einelti. 8. 9. og 10. bekkir grunnskóla Reykjanesbæjar velkomin á meðan húsrúm leyfir, en það er frítt inn á fyrirlesturinn.Stefán Karl hefur í nokkurn tíma barist af einurð gegn einelti og nýverið stofnaði hann samtökin Regnbogabörn, en samtökin hafa það að markmiði að vinna gegn einelti og aðstoða börn sem hafa orðið fyrir einelti. Viðtökur samfélagsins hafa verið mjög góð og hefur fyrirtækið Vífilfell meðal annars boðist til að kaupa húsnæði fyrir samtökin, en þar er ætlunin að reka félagsmiðstöð fyrir börn sem hafa orðið fyrir einelti. Stefán hefur haldið fyrirlestra um allt land síðustu misseri og er gerður mjög góður rómur að máli hans og nær hann vel til áheyrenda, enda lærður leikari.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024