Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stefán hættir hjá Samkaupum
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 4. nóvember 2022 kl. 19:32

Stefán hættir hjá Samkaupum

Stefán Ragnar Guðjónsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa, hefur óskað eftir að láta af störfum eftir 26 ár hjá félaginu og hyggst hverfa til annarra starfa. Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa, mun taka við daglegri stjórn verslunarsviðs þar til ráðið hefur verið í starfið.

Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa: „Ég vil þakka Stefáni fyrir hans mikla og góða starf fyrir félagið. Hann hefur gegnt mörgum mismunandi hlutverkum á vettvangi Samkaupa og hefur tekið virkan þátt í þeirri miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað innan fyrirtækisins síðustu ár. Nú síðast sem framkvæmdastjóri á verslunarsviði félagsins. Ég óska Stefáni góðs gengis í þeim verkefnum sem hann hyggst snúa sér að og þakka fyrir gott samstarf á liðnum árum.”
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024