Stebbi og Eyfi spila í SpKef í dag
Skemmtikraftarnir góðkunnu, Stebbi og Eyfi, munu skemmta gestum og gangandi í afgreiðslu Sparisjóðsins í Keflavík við Tjarnargötu á milli 16.30 og 18.
Þeir félagar þarfnast lítillar viðkynningar enda með ástsælustu söngvurum og lagahöfundum landsins síðustu árin og verður enginn svikinn af tónleikum hjá þeim.
Mynd: Horn.is/Sigurður Mar