Starfsfólk HS Orku yfirgaf Svartsengi vegna breytinga í borholum
Starfsfólk HS Orku í Svartsengi var fyrr í dag sent heim vegna breytinga á borholum. Frá þessu er greint á mbl.is. Í fréttinni segir að breytingin er ekki það mikil að Veðurstofan telji ástæðu fyrir frekari rýmingu svæðisins. Þrátt fyrir það ákvað fyrirtækið að senda starfsfólk sitt heim í öryggisskyni. Almannavarnir segja að engar vísbendingar séu um eldsumbrot.
Borholur á svæðinu hafa áður gefið fyrstu vísbendingar um yfirvofandi atburði.