Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Starfsmönnum Reykjanesbæjar þökkuð þolinmæði á erfiðum tímum
Föstudagur 19. desember 2014 kl. 10:18

Starfsmönnum Reykjanesbæjar þökkuð þolinmæði á erfiðum tímum

Meirihlutinn í Reykjanesbæ lagði fram bókun á síðasta fundi bæjarstjórnar um Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar, þar sem gert er ráð fyrir aukinni framlegð bæjarsjóðs á árunum 2015-2017 um samtals 2.3 milljarða. Í bókuninni sem Friðjón Einarsson oddviti Samfylkingar lagði fram, eru þessar aðgerðir sagðar í takt við áætlanir Sóknarinnar. Framlegð A og B hluta fyrirtækja bæjarsjóðs eykst á sama tíma um samtals 2.4 milljarða sem er einnig í takt við áætlanir Sóknarinnar.

Þar segir ennfremur að náist markmið Sóknarinnar mun rekstur sveitarfélagsins skila afgangi sem nýttur verður til niðurgreiðslu skulda og aukinnar þjónustu við íbúa þegar að fram líða stundir. Það muni gera rekstur sveitarfélagsins sjálfbæran og koma sveitarfélaginu á rétta braut á nýjan leik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Friðjón sagði að mikil samstaða hafi ríkt í bæjarstjórn við gerð þessarar fjárhagsáætlunar og að það væri von meirihlutans að svo verði áfram. Friðjón þakkaði svo sérstaklega starfsmönnum Reykjanesbæjar fyrir mikla þolinmæði á erfiðum tímum og sagði að án þeirra hefði Sóknin orðið marklaust plagg.

„Sú áætlun sem nú liggur fyrir er að öllu leyti byggð á þeim tillögum sem komu fram í skýrslu fagaðila undir nafninu Sóknin. Þessi áætlun boðar ekki nein sérstök gleðitíðindi, álögur á íbúa hækka, fjárfestingar minnka og reynt er að koma í veg fyrir aukningu kostnaðar eins og kostur er. Farið er í þessar aðgerðir af illri nauðsyn að höfðu samráði við Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaganna og með hennar samþykki,“ sagði Friðjón.