Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Starfsmenntaráð styrkir verkefni fyrir 1,2 milljónir á Suðurnesjum
Mánudagur 3. júní 2002 kl. 09:47

Starfsmenntaráð styrkir verkefni fyrir 1,2 milljónir á Suðurnesjum

Í upphafi árs 2002 ákvað Starfsmenntaráð að þrenns konar verkefni skyldu eiga möguleika á styrk úr starfsmenntasjóði árið 2002; í fyrsta lagi þau er tengjast starfsmenntun og upplýsingatækni, í öðru lagi verkefni sem stuðla að auknum gæðum starfsmenntunar með áherslu á þjálfun leiðbeinenda og í þriðja lagi verkefni tengd starfsmenntun fatlaðra . Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum hlaut 700 þúsund króna styrk fyrir kennslu fullorðinna og Fjölbrautaskóli Suðurnesja hlaut 500 þúsund króna styrk fyrir kennsklu á veisímar, sem er veiðarfæra- og netagerð.Rétt til að sækja um styrki Starfsmenntaráðs eiga samtök atvinnurekenda og launafólks, einstök fyrirtæki, einkaaðilar eða opinberir sem standa fyrir starfsmenntun í atvinnulífinu, starfsmenntaráð einstakra atvinnugreina og samstarfsverkefni á vegum tveggja eða fleiri framangreindra aðila. Einnig skólar ef um er að ræða samstarf framangreindra aðila.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024