Starfsmenn Vínbúða fá ekki að hlusta á útvarp
Starfsmenn Vínbúða ÁTVR fá ekki að hlusta á útvarp á sínum vinnustað. Skiptir þar engu hvort um er að ræða inni í versluninni sjálfri, á lager eða á kaffistofu. Ónefndur starfsmaður Vínbúðar ÁTVR segir í bréfi til Víkurfrétta að óánægja ríki með þetta ástand í Vínbúðum landsins
„Mig langaði að koma á framfæri mína óánægju með það að starfsfólki í Vínbúðum landsins fær ekki að hlusta á útvörp sér til dægrastyttingar. Hvorki í búðinni á lager eða í kaffistofu. Þessvegna sendi ég sem starfsmaður einnar af þessum búðum póst á minn æðsta yfirmann sem sá ekki ástæðu til þess að breyta þessum reglum. Svörin sem ég hef fengið um þetta frá mínum næstu yfirmönnum er að forstjóri fyrirtækisins kæri sig ekki um að fólk hlusti á útvarp á vinnutíma vegna þess að þá verða afköst þess minni. Finnst mér þetta vera mjög hallærisleg regla, að maður geti ekki tillt sér í kaffitímanum og hlustað t.d. á fréttir í útvarpi“, segir ónefndur starfsmaður Vínbúðar ÁTVR í bréfi til Víkurfrétta. Viðkomandi vill að fólk geti fengið að hlusta á útsendingar frétta og afþregingarefnis þá það væri nú ekki nema bara í kaffipásum hið minsta.
Með bréfinu til Víkurfrétta fylgdi tölvupóstur starfsmannsins til Ívars J. Arnalds, forstjóra Vínbúðanna.
„Góðan Daginn Ég er ónafngreindur, frekar óánægður starfsmaður í einni af vínbúð ykkar sem þér eruð framkvæmdastjóri yfir. Og ég hef í huga mínum eina spurningu sem ég hef fengið svör við frá mínum yfirmönnum en þykir frekar hæpin og því ætla ég að kasta þessari sömu spurningu yfir á þig.
Hversvegna er starfsfólki vínbúða ÁTVR ekki leyft að hlusta á útvarp á vinnutíma? Ég get fallist á skýringar um bann á útvarp/tónlist í búðini sjálfri vegna sölukvetjandi eða truflandi áhrifar hennar á starfsemi verslanarinnar. Það sem ég get hinsvegar ekki skilið er hversvegna starfsfólki er ekki leyft að hlusta á útvarp inni á lager, eða á kaffistofu fyrirtækisins.
Ég vill taka skýrt fram vegna frétta undanfarið um tölvupóstsendingar að ég lít ekki á innihald þessa tölvupósts né svars við honum sem trúnaðarmál og mun jafnvel birta hann opinberlega á fréttatengdum vefsíðum eða dagblöðum. Með von um skjót svör. Starfsmaður Vínbúðar.“
Ívar J. Arndal svaraði póstinum nú í morgun: „Sæll ónafngreindur. Þakka þér fyrir póstinn. Eftir því sem ég veit best setti fyrirrennari minn í starfi umræddar reglur. Ekki eru áform um að breyta reglunum í bili hvað sem síðar verður. Með kveðju, Ívar“.
Myndin er samsett og tengist fréttinni ekki beint.
„Mig langaði að koma á framfæri mína óánægju með það að starfsfólki í Vínbúðum landsins fær ekki að hlusta á útvörp sér til dægrastyttingar. Hvorki í búðinni á lager eða í kaffistofu. Þessvegna sendi ég sem starfsmaður einnar af þessum búðum póst á minn æðsta yfirmann sem sá ekki ástæðu til þess að breyta þessum reglum. Svörin sem ég hef fengið um þetta frá mínum næstu yfirmönnum er að forstjóri fyrirtækisins kæri sig ekki um að fólk hlusti á útvarp á vinnutíma vegna þess að þá verða afköst þess minni. Finnst mér þetta vera mjög hallærisleg regla, að maður geti ekki tillt sér í kaffitímanum og hlustað t.d. á fréttir í útvarpi“, segir ónefndur starfsmaður Vínbúðar ÁTVR í bréfi til Víkurfrétta. Viðkomandi vill að fólk geti fengið að hlusta á útsendingar frétta og afþregingarefnis þá það væri nú ekki nema bara í kaffipásum hið minsta.
Með bréfinu til Víkurfrétta fylgdi tölvupóstur starfsmannsins til Ívars J. Arnalds, forstjóra Vínbúðanna.
„Góðan Daginn Ég er ónafngreindur, frekar óánægður starfsmaður í einni af vínbúð ykkar sem þér eruð framkvæmdastjóri yfir. Og ég hef í huga mínum eina spurningu sem ég hef fengið svör við frá mínum yfirmönnum en þykir frekar hæpin og því ætla ég að kasta þessari sömu spurningu yfir á þig.
Hversvegna er starfsfólki vínbúða ÁTVR ekki leyft að hlusta á útvarp á vinnutíma? Ég get fallist á skýringar um bann á útvarp/tónlist í búðini sjálfri vegna sölukvetjandi eða truflandi áhrifar hennar á starfsemi verslanarinnar. Það sem ég get hinsvegar ekki skilið er hversvegna starfsfólki er ekki leyft að hlusta á útvarp inni á lager, eða á kaffistofu fyrirtækisins.
Ég vill taka skýrt fram vegna frétta undanfarið um tölvupóstsendingar að ég lít ekki á innihald þessa tölvupósts né svars við honum sem trúnaðarmál og mun jafnvel birta hann opinberlega á fréttatengdum vefsíðum eða dagblöðum. Með von um skjót svör. Starfsmaður Vínbúðar.“
Ívar J. Arndal svaraði póstinum nú í morgun: „Sæll ónafngreindur. Þakka þér fyrir póstinn. Eftir því sem ég veit best setti fyrirrennari minn í starfi umræddar reglur. Ekki eru áform um að breyta reglunum í bili hvað sem síðar verður. Með kveðju, Ívar“.
Myndin er samsett og tengist fréttinni ekki beint.