Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Starfsmenn varnarliðsins: 72% af Suðurnesjum
Mánudagur 20. mars 2006 kl. 10:21

Starfsmenn varnarliðsins: 72% af Suðurnesjum

Af þeim tæplega 600 starfsmönnum sem starfa hjá Varnarliðinu, eru 72% af Suðurnesjum. Flestir þeirra búa í Reykjanesbæ eða alls 378 sem eru 64% af heildarfjölda íslenskra starfsmanna VL. Aðrir eru frá Sandgerði 21, Garðinum 18, Grindavík 6 og Vogum 6. Alls eru 77 starfsmenn varnarliðsins af Suðurnesjum á aldrinum 60-69 ára.

Af heildarfjölda íslenskra starfsmanna eru 108 í Verslunarmannafélagi Suðurnesja (18,2%), 92 (15,5%) í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og 66,3% eru í öðrum stéttarfélögum.

Störfum Íslendinga hjá varnarliðinu hefur fækkað úr 1.620 árið 1997 í um 800-900. Tæplega 600 eru nú að störfum hjá varnarliðinu en um 250 hjá öðrum svo sem Kögun/Ratsjárstofnun, B. Árnasyni, ÍAV þjónustu o.fl.

Hjá varnarliðinu tengjast 127 starfsmenn iðnaðarstörfum. Þar af eru 23 matsveinar, 27 rafiðnaðarmenn, 15 járniðnaðarmenn/bifvélavirkjar, 9 rafeindavirkjar, 46 trésmiðir og pípulagningamenn og 7 útiverkamenn.

Af mbl.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024