Starfsmenn Sparisjóðsins unnu Lions-bílinn
 Það var Starfsmannafélag Sparisjóðsins í Keflavík sem vann Peugeot-bifreiðina í jólahappdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur. Dregið var í happdrættinu á Þorláksmessukvöld um 20 vinninga.
Það var Starfsmannafélag Sparisjóðsins í Keflavík sem vann Peugeot-bifreiðina í jólahappdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur. Dregið var í happdrættinu á Þorláksmessukvöld um 20 vinninga.
Fyrsti vinningur kom á miða nr. 470, sem var í eigu Starfsmannafélagsins og það kom í hlut Guðnýjar Magnúsdóttur, formanns félagsins, að taka við vinningnum. Þetta er þriðja árið í röð sem fyrsti vinningur fellur á miða sem seldur var í Sparisjóðnum í Keflavík.
Aðrir vinningar voru 21" litasjónvarp með innbyggðum DVD-spilara og þeir vinningar komu á miða nr. 122, 689, 403, 213, 666, 1222, 873, 1079, 638.
Vinningar sem voru DVD-spilarar komu á miða nr. 1184, 905, 799, 626, 417, 1123, 73, 587, 371, 473.
(Vinningsnúmer birt án ábyrgðar).
Mynd: Guðný Magnúsdóttir tekur við vinningsbílnum.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				