Starfsmenn Sandgerðisbæjar: Fá krans við andlát!
Bæjarráð Sandgerðis hefur staðið í mikilli pappírsvinnu síðustu daga ef marka má nýjustu fundargerð ráðsins. Þar er að finna viðmiðunarreglur af ýmsu tagi. Meðal annars fá starfsmenn allt að 25.000 kr. afmælisgjafir á stórafmælum og fá sendan krans við andlát! Meðfylgjandi eru viðmiðunarreglur um afmælisgjafir eða kveðjur í Sandgerði:
Afmælisgjafir og kveðjur.
Meginregla Sandgerðisbæjar og stofnana hans er að senda ekki gjafir til starfsmanna sinna á afmælum eða hátíðum. Heimilt er þó að senda kveðju á áratugaafmælum starfsmanna og skal kostnaður af slíkum kveðjum vera sem hér segir en viðkomandi starfsmaður verður að hafa unnið hjá bæjarfélaginu í 4 ár og í meira en 50% starfshlutfalli.Miða skal við neðanritaðar upphæðir.
60 ára Kr. 25.000.-
50 ára. Kr. 20.000.-
40 ára. Kr. 15.000.-
30 ára. Kr. 10.000.-
Deildarstjórum er falið að sjá um og bera ábyrgð á kaupum á afmælisgjöfum starfsmanna sinna.
Árlega er stofnunum heimilt að ráðstafa allt að kr. 1.500 á hvern starfsmann í sameiginlega máltíð eða starfsmannahóf t.d. jólamáltíð.
Undirrita skal gjafakort f.h. bæjarstjórnar.
Kveðjur við andlát.
Við andlát starfsmanns Sandgerðisbæjar eða stofnana hans skal viðkomandi stofnun senda blómakörfu eða krans.
Látist fyrrverandi starfsmaður bæjarins skal senda blóm eða krans ef starfsmaðurinn hefur starfað hjá stofnunum bæjarins í a.m.k. 4 ár.
Slíkar kveðjur skal senda í nafni viðkomandi stofnunar og bæjarstjórnar.
Undirrita skal hinstukveðju f.h. bæjarstjórnar.
Kveðjur við starfslok.
Þegar starfsmaður hættir vegna aldurs skal kveðja viðkomandi með formlegum hætti m.a. með viðurkenningarvotti sem ákveðinn er af bæjarstjóra og bæjarráði í hverju tilfelli.
Reglur þessar skulu endurskoðaðar í síðasta lagi í okt. 2004.
Afmælisgjafir og kveðjur.
Meginregla Sandgerðisbæjar og stofnana hans er að senda ekki gjafir til starfsmanna sinna á afmælum eða hátíðum. Heimilt er þó að senda kveðju á áratugaafmælum starfsmanna og skal kostnaður af slíkum kveðjum vera sem hér segir en viðkomandi starfsmaður verður að hafa unnið hjá bæjarfélaginu í 4 ár og í meira en 50% starfshlutfalli.Miða skal við neðanritaðar upphæðir.
60 ára Kr. 25.000.-
50 ára. Kr. 20.000.-
40 ára. Kr. 15.000.-
30 ára. Kr. 10.000.-
Deildarstjórum er falið að sjá um og bera ábyrgð á kaupum á afmælisgjöfum starfsmanna sinna.
Árlega er stofnunum heimilt að ráðstafa allt að kr. 1.500 á hvern starfsmann í sameiginlega máltíð eða starfsmannahóf t.d. jólamáltíð.
Undirrita skal gjafakort f.h. bæjarstjórnar.
Kveðjur við andlát.
Við andlát starfsmanns Sandgerðisbæjar eða stofnana hans skal viðkomandi stofnun senda blómakörfu eða krans.
Látist fyrrverandi starfsmaður bæjarins skal senda blóm eða krans ef starfsmaðurinn hefur starfað hjá stofnunum bæjarins í a.m.k. 4 ár.
Slíkar kveðjur skal senda í nafni viðkomandi stofnunar og bæjarstjórnar.
Undirrita skal hinstukveðju f.h. bæjarstjórnar.
Kveðjur við starfslok.
Þegar starfsmaður hættir vegna aldurs skal kveðja viðkomandi með formlegum hætti m.a. með viðurkenningarvotti sem ákveðinn er af bæjarstjóra og bæjarráði í hverju tilfelli.
Reglur þessar skulu endurskoðaðar í síðasta lagi í okt. 2004.