Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Starfsmenn sameinaðs Garðs og Sandgerðis halda „Þjóðfund“
Föstudagur 2. febrúar 2018 kl. 10:06

Starfsmenn sameinaðs Garðs og Sandgerðis halda „Þjóðfund“

Við sameiningu sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðis verður til nýr rúmlega 200 manna vinnustaður. Undirbúningsstjórn nýs sveitarfélags hefur sett starfsmannamál í forgang og fengið mannauðsráðgjafa til aðstoðar. Hlutverk mannauðsráðgjafanna er að stuðla að farsælli sameiningu vinnustaðanna og aðstoða við að innleiða vinnumenningu nýs sveitarfélags.

Meðal annars með því að sinna fræðslu til til starfsmanna og stjórnenda og undirbúa starfsfólk beggja sveitarfélaga fyrir þær breytingar sem fylgja sameiningunni.
Eitt fyrsta verkefnið verður „Þjóðfundur“ þar sem allt starfsfólk hefur aðkomu að mótun framtíðarstefnu vinnustaðarins í sameinuðu sveitarfélagi. Markmiðið er að ná fram væntingum starfsfólks til nýs vinnustaðar, móta gildi hans og hefja mótun mannauðsstefnu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024