Starfsmenn Njarðtaks byrjaðir að dreifa sorptunnum
Í dag hófust starfsmenn Njarðtaks ehf. handa við að dreifa sorptunnum á Suðurnesjum og var byrjað í Njarðvík en þessi dreifing mun standa yfir næstu daga. Um leið og sorptunnunum verður dreift verða bornar út leiðbeiningar um staðsetningu tunnanna í samræmi við byggingareglugerðir viðkomandi sveitarfélags og brunamálasamþykkt.
Mikilvægt er húsráðendur taki tillit til þessa þegar komið er tunnunum fyrir. Það er von Sorpeyðingarstöðvarinnar að íbúar taki þessari breytingu vel
og hjálpi þeim í því átaki sem framundan er um bætta meðferð og
yðingu á sorpi.
Mynd: Starfsmenn Njarðtaks voru í óðaönn að koma tunnunum fyrir í húsum í Njarðvík í dag. VF-mynd: SævarS
Mikilvægt er húsráðendur taki tillit til þessa þegar komið er tunnunum fyrir. Það er von Sorpeyðingarstöðvarinnar að íbúar taki þessari breytingu vel
og hjálpi þeim í því átaki sem framundan er um bætta meðferð og
yðingu á sorpi.
Mynd: Starfsmenn Njarðtaks voru í óðaönn að koma tunnunum fyrir í húsum í Njarðvík í dag. VF-mynd: SævarS