Starfsmenn Leifsstöðvar grunaðir um lögbrot
Nokkrir tugir starfsmanna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli, liggja undir grun um að hafa notfært sér aðstöðu sína, til ólöglegra kaupa á tollfrjálsum varningi í íþróttavöruverslun Fríhafnarinnar.Samkvæmt heimildum vf.is hefur fundist ólöglegur varningur í skápum starfsmanna í Leifsstöð og heyrst hefur að það sé ekki aðeins um vörur frá íþróttabúðinni að ræða.Varningur verslunarinnar hefur verið seldur með töluverðum afslætti upp á síðkastið þar sem verslunin hættir fljótlega.
Lögreglan leitaði skipulega í skápum fjölmargra starfsmanna um páskana. Fataskápar þeirra sem ekki voru að vinna eða ekki náðist að hafa samband við, voru innsiglaðir af lögreglu og verða skoðaðir þegar starfsmennirnir mæta til vinnu. Umfang þessara meintu viðskipta er ekki vitað á þessari stundu. Starfsmennirnir munu vera nokkrir tugir og frá hinum ýmsu deildum Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Starfsmönnum flugstöðvarinnar er óheimilt að eiga þar viðskipti séu þeir þar ekki sem ferðamenn.
"Það er vægast sagt hrikalegt andrúmsloftið hérna" sagði einn starfsmanna í Leifsstöð í samtali við netsíðu Víkurfrétta. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum blaðsins hefur fundist í skápum fólks ýmis varningur sem þeim er ekki heimild að hafa undir höndum.
Lögreglan leitaði skipulega í skápum fjölmargra starfsmanna um páskana. Fataskápar þeirra sem ekki voru að vinna eða ekki náðist að hafa samband við, voru innsiglaðir af lögreglu og verða skoðaðir þegar starfsmennirnir mæta til vinnu. Umfang þessara meintu viðskipta er ekki vitað á þessari stundu. Starfsmennirnir munu vera nokkrir tugir og frá hinum ýmsu deildum Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Starfsmönnum flugstöðvarinnar er óheimilt að eiga þar viðskipti séu þeir þar ekki sem ferðamenn.
"Það er vægast sagt hrikalegt andrúmsloftið hérna" sagði einn starfsmanna í Leifsstöð í samtali við netsíðu Víkurfrétta. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum blaðsins hefur fundist í skápum fólks ýmis varningur sem þeim er ekki heimild að hafa undir höndum.