Starfsmenn Íslandsbanka réttu hjálparhönd
Vaskur hópur starfsmanna Íslandsbanka í Reykjanesbæ rétti íbúum við Suðurgötu 19 hjálparhönd á dögunum. Í húsinu býr fólk með fötlun. Starfsfólk Íslandsbanka bauð fram krafta sína við garðvinnu, hreinsuðu beð og runna og slógu grasið þannig að nú er garðurinn og umhverfi hússins komið í sumarbúning. Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.
Íbúarnir við Suðurgötu 19 voru ánægðir með framtakið, fylgdust með og tóku þátt eftir bestu getu. Á vef Reykjanesbæjar er starfsfólki Íslandsbanka færðar þakkir fyrir hjálpsemina.