Starfsmenn Haustak ekki sáttir við vinnubrögð DV
Starfsmenn Haustaks í Grindavík eru ekki sáttir við vinnubrögð DV. Á föstudaginn síðasta kom miður skemmtileg grein í blaðinu þar sem Steingrímur Njálsson var sagður hafa komið sér fyrir í verbúð einni í Grindavík. Steingrímur, sem margsinnis hefur verið dæmdur fyrir kynferðisafbrot gegn börnum, var sagður búa á verbúð í eigu Haustaks og birtist m.a. mynd af verbúðinni á forsíðu blaðsins. Víkingur Þórir Víkingsson, verkstjóri Haustaks, var ekki sáttur við þetta enda hafði Steingrímur aldrei stigið fæti inn í verbúðina. „Ég skil ekki þessi vinnubrögð hjá DV. Þeir hringdu ekki einu sinni í okkur til að athuga hvort eitthvað sannleikskorn væri í þessari frétt. Maður hélt nú að flest blöð ynnu þannig, en greinilega ekki DV“, sagði Víkingur.Í DV var sagt að íbúar Grindavíkur væru óttaslegnir yfir þessum fréttum og sumir íbúanna væru að hugsa um að grípa til einhverskonar aðgerða til að koma manninum úr bænum. Víkingur segir að strax um kvöldið á föstudeginum hafi fólk í bænum byrjað að áreita þá sem búa á verbúðinni með hrópum og með því að banka á hurðar. „Um nóttina komu t.d. 9 drukknir strákar á aldrinum 17-25 ára og ætluðu sér að taka allt í gegn. Sem betur fer gerðist ekkert en því er ekki að neita að maður var hálf óttasleginn yfir þessu öllu saman“.
Að sögn Víkings seldist föstudags blaðið af DV upp í Grindavík. „Það er ekki einu sinni víst að hann hafi nokkuð verið í Grindavík. Þegar ég hringdi í DV til að fá að tala við manninn sem skrifaði greinina vísuðu þeir bara hver á annan og sögðust hafa haft heimildir fyrir því að hann hafi sést á vappi í bænum. Og að það hafi verið nóg til þess að þeir bendluðu hann við verbúðina okkar er með ólíkindum og sýnir bara að þeir svífast einskis til að afla sér frétta sem selja“.
Þess má geta að DV birti grein í helgarblaði sínu daginn eftir þar sem birtist leiðrétting um það að um vitlausa verbúð væri að ræða. Víkingur segir þó að þá þegar hafi skaðinn verið skeður. „Helgarblaðið seldist ekki upp eins og föstudagsblaðið“, sagði Víkingur.
Að sögn Víkings seldist föstudags blaðið af DV upp í Grindavík. „Það er ekki einu sinni víst að hann hafi nokkuð verið í Grindavík. Þegar ég hringdi í DV til að fá að tala við manninn sem skrifaði greinina vísuðu þeir bara hver á annan og sögðust hafa haft heimildir fyrir því að hann hafi sést á vappi í bænum. Og að það hafi verið nóg til þess að þeir bendluðu hann við verbúðina okkar er með ólíkindum og sýnir bara að þeir svífast einskis til að afla sér frétta sem selja“.
Þess má geta að DV birti grein í helgarblaði sínu daginn eftir þar sem birtist leiðrétting um það að um vitlausa verbúð væri að ræða. Víkingur segir þó að þá þegar hafi skaðinn verið skeður. „Helgarblaðið seldist ekki upp eins og föstudagsblaðið“, sagði Víkingur.