Starfsmenn Fríhafnarinnar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar felldu kjarasamning
Starfsmenn Fríhafnarinnar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar felldu kjarasamning sem nýlega var gerður. Á kjörskrá voru 113 starfsmenn. 96 greiddu atkvæði, eða 85%. Já sögðu 33, eða 34,4%. Nei sögðu 59, eða 61,5%. Auðir og ógildir seðlar voru 4, eða 4,2%. Morgunblaðið á Netinu greinir frá þessu í dag.