Starfsmenn BS vilja skýr svör um framtíðarhúsnæði
Eignaraðilar Brunavarna Suðurnesja hafa boðað til fundar um framtíðarhúsnæði BS. Fundurinn verður haldinn á morgun, en starfsmenn BS binda vonir við að á honum verði tekin ákvörðun um málið og tímarammi settur á hvenær megi vænta þess að framkvæmdir hefjist.
Starfsmenn BS ítrekuðu áhyggjur sínar af seinagangi sem einkenndi umræðuna og afhentu eignaraðilum bréf á síðasta fundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum þar sem sagði meðal annars:
„Það er með ólíkindum að fylgjast með framgangi þessa máls í margra ára baráttu okkar um að þið uppfyllið reglugerðir sem ykkur eru settar er varðar öryggi starfsmanna, aðbúnað og hollustuhætti á núverandi húsnæði slökkviliðsstöðvar BS. Ítrekað hefur þetta mál verið rætt hjá stjórn BS þar sem betrumbótum hefur verið lofað af bæði stjórn og stjórnendum. Líkt og áður hefur verið komið að þá er aðstaða starfsmanna algjörlega óviðunandi og af þeim sökum krefjast starfsmenn enn og aftur bóta á máli þessu, svo að aðstaða starfsmanna geti af minnsta kosti talist sambærileg öðrum atvinnuslökkviliðum í landinu.“
Einnig vonast starfsmenn til þess að á fundinum verði rædd framtíðarsýn svæðisins með tilliti til breyttra aðstæðna á Keflavíkurflugvelli.
VF-mynd/Þorgils: Ari Elíasson, trúnaðarmaður, og Rúnar Eyberg Árnason, formaður starfsmannafélags BS, afhenda áskorun á fundi SSS.
Starfsmenn BS ítrekuðu áhyggjur sínar af seinagangi sem einkenndi umræðuna og afhentu eignaraðilum bréf á síðasta fundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum þar sem sagði meðal annars:
„Það er með ólíkindum að fylgjast með framgangi þessa máls í margra ára baráttu okkar um að þið uppfyllið reglugerðir sem ykkur eru settar er varðar öryggi starfsmanna, aðbúnað og hollustuhætti á núverandi húsnæði slökkviliðsstöðvar BS. Ítrekað hefur þetta mál verið rætt hjá stjórn BS þar sem betrumbótum hefur verið lofað af bæði stjórn og stjórnendum. Líkt og áður hefur verið komið að þá er aðstaða starfsmanna algjörlega óviðunandi og af þeim sökum krefjast starfsmenn enn og aftur bóta á máli þessu, svo að aðstaða starfsmanna geti af minnsta kosti talist sambærileg öðrum atvinnuslökkviliðum í landinu.“
Einnig vonast starfsmenn til þess að á fundinum verði rædd framtíðarsýn svæðisins með tilliti til breyttra aðstæðna á Keflavíkurflugvelli.
VF-mynd/Þorgils: Ari Elíasson, trúnaðarmaður, og Rúnar Eyberg Árnason, formaður starfsmannafélags BS, afhenda áskorun á fundi SSS.