Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 23. mars 2000 kl. 14:00

Starfsmannafjöldi Leifsstöðvar hefur nær þrefaldast

Starfsmannafjöldi í Leifsstöð mun á næsta ári verða 330 en gert er ráð fyrir fjörtíu starfa fjölgun á þessu ári. Árið 2005 er áætlaður fjöldi starfsmanna um 400 sem er nær þreföldun frá opnun stöðvarinnar 1988. Þegar Leifsstöð opnaði árið 1988 voru starfsmenn 135. Árið 1995 voru þeir orðnir 175 en í fyrra hafði þeim fjölgað í 290. Miklar framkvædir eru hafnar við stækkun stöðvarinnar vegna Schengen-samkomulagsins. Farþegum hefur einnig fjölgað nær tvöfalt frá opnun stöðvarinnar, eða úr 806 þúsund í 1450 þúsund árið 2001. Þeir eru áætlaðir 1850 þús.árið 2005. Halldór Ásgrímsson, utanaríkisráðherra kynnti starfsmönnum breytingar á eignarhaldi stöðvarinnar en nýtt hlutafélag um rekstur hennar og Fríhafnarinnar verður stofnaður og mun taka við 1. október nk. Í máli Halldórs kom fram að hagsmunir,m réttindi og skyldur starfsmanna fylgdu þeim í nýtt félag. Um 150 manns sóttu fundinn sem var í Leifsstöð í fyrradag. Orðrómur um að Ómar Kristjánsson, settur forstjóri Leifsstöðvar til eins árs, verði forstjóri nýs hlutafélags vildi Halldór ekkert segja um. Það væri á valdi nýrrar stjórnar, sem hann myndi skipa, að ákveða það.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024