Starfsmannafélögin sameinuð
Á framhaldsaðalfundum Starfsmannafélaga Reykjanesbæjar og Suðurnesjabyggða nýlega var samþykkt tillaga um að leggja félögin niður og stofna nýtt sameinað félag. Hið nýja félag heitir Starfsmannafélag Suðurnesja. Félagar í hinu nýja félagi eru rúmlega 500 og er félagið sjötta stærsta aðildarfélag BSRB.Fyrir rúmu ári festu félögin sameiginlega kaup á skrifstofuhúsnæði að Hafnargötu 15 í Keflavík. Fyrst um sinn verður skrifstofa félagsins opin eftir hádegi á þriðjudögum og fimmtudögum. Í stjórn nýja félagsins eru, Ragnar Örn Pétursson formaður, Sæmundur Pétursson varaformaður, Valdís Sigurbjörnsdóttir gjaldkeri, Þorgerður Guðmundsdóttir ritariog Ásdís Óskarsdóttir meðstjórnandi.Í síðustu viku skrifaði samninganefnd félagsins undir framlengingu á kjarasamningi við Launanefnd sveitarfélaga sem rann út 1. nóvember s.l. Kjarasamningurinn er framlengdur til 31. desember 2000 og fá félagsmenn sem samningurinn nær til eingreiðslu þann 1. des n.k. kr. 18.250 og launataflan hækkar frá sama tíma um 1%.Nú standa yfir viðræður við Samtök atvinnulífsins um framlengingu á kjarasamningi fyrir félagsmenn sem starfa hjá SBK h.f. og hafinn er undirbúningur að vinnu við kröfugerð vegna samningaviðræðna við ríkið vegna félagsmanna hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.