Starfsmannafélag Suðurnesja styrkir Velferðarsjóð
Starfsmannafélag Suðurnesja styrkti Velferðarsjóð Suðurnesja með 200.000 króna framlagi nú fyrir jólin. Félagið hefur stutt við Velferðarsjóðinn árlega frá því sjóðurinn var stofnaður.
Á meðfylgjandi mynd afhendir Ragnar Örn Pétursson, formaður STFS, Hjördísi Kristinsdóttur frá Velferðarsjóði Suðurnesja styrkinn.
VF-mynd: Hilmar Bragi