Starfsmannafélag Suðurnesja fundar með heilbrigðisráðherra vegna HSS
Þar sem Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra hefur tilkynnt að hann gefi ekki svar fyrr en 15. ágúst um hvort hann heimili notkun á skurðstofum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, hefur Ragnar Örn Pétursson, formaður Starfsmannafélags Suðurnesja, óskað eftir fundi með ráðherra. Fundurinn verður haldinn strax eftir helgi og hann mun einnig sitja Árni Stefán Jónsson, starfandi formaður BSRB.
Um er að ræða að ráðherra heimili notkun á skurðstofum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem ekki eru nú nýttar til fulls, í sátt við stjórn sjúkrahússins. Með slíkri samvinnu má auka þjónustu og öryggi íbúa svæðisins og auka jafnframt sértekjur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.
Heilbrigðisráðherra fundar með starfsfólki HSS snemma í vor. Nú ætlar Starfsmannafélag Suðurnesja að eiga fund með Ögmundi vegna HSS. Ljósmynd: pket