Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Starfslokasamningar ekki inn í viðræðunum
Mánudagur 8. maí 2006 kl. 18:19

Starfslokasamningar ekki inn í viðræðunum

Starfslokasamningar til handa íslenskum starfsmönnum Varnarliðsins eru ekki inn í þeim viðræðum sem farið hafa fram milli sendinefndar Bandaríkjamanna og fulltrúa Íslendinga um framtíðarvarnir Íslands og brotthvarf Bandaríkjahers af Keflavíkurflugvelli.

Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde, utanríkisráðherra, á sérstökum stöðufundi með starfsmönnum VL, sem haldinn var núna síðdegis í salarkynnum Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Geir segir Varnarliðið vera ábyrgt sem vinnuveitandi gagnvart sínum starfsmönnum og ef það gerði ekki starfslokasamninga við sína starfsmenn væri enginn annar sem gerði það.

Fundarmenn inntu Geir einnig eftir því hvað yrði með fjarskiptastöðina í Grindavík og sagði hann ekki botn vera komin í það mál, en ljóst væri að stöðin væri Bandaríkjamönnum afar mikilvæg. Geir sagði að mörg mál ætti eftir að leiða til lykta í viðræðunum við Bandaríkjamenn en þeim yrði fram haldið á næstu vikum. Framtíð radsjárstöðvanna væri eitt þeirra mála sem eftir væri að fá botn í.
Hvað starfslokasamningana varðar virtust fundarmenn vonlitir um að fá því máli framgengt. Fram kom í máli Árna Sigfússonar, bæjarstjóra, að svo virtist sem minna færi fyrir slíkum samningum í öðrum herstöðvum en þeim sem Bandaríkjamenn reka í heimalandinu.

Mynd: Frá stöðufundinum núna síðdegist: VF-mynd:elg
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024