HSS sumarstörf 14-21 mars
HSS sumarstörf 14-21 mars

Fréttir

  • Starfsleyfi Thorsil í kæruferli á nýjan leik
  • Starfsleyfi Thorsil í kæruferli á nýjan leik
Mánudagur 20. mars 2017 kl. 17:57

Starfsleyfi Thorsil í kæruferli á nýjan leik

Búið er að kæra starfsleyfið sem Umhverfisstofnun gaf út nýlega til fyrirhugaðar kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík. Úrskurðarnefnd umhverfis-  og auðlindamála barst kæran í dag. Hún telur alls 13 blaðsíðna rökstuðning auk fylgiskjala og eru í henni reifaðir margvíslegir vankantar á útgáfu leyfisins.

Umhverfisstofnun gaf út starfsleyfi fyrir verksmiðjuna í byrjun febrúar síðastliðnum en fyrra starfsleyfið var gefið út í september á síðasta ári. Það var kært til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og afturkallað í kjölfarið vegna formgalla.
 
Kæruaðilar eru Landvernd, Náttúruverndarsamtök Suðuvesturlands, ásamt íbúa í Reykjanesbæ.
 
Telja þeir m.a. að Umhverfisstofnun hafi ekki uppfyllt rannsóknarskyldu sína og yfirsést að öll mál, sem falla undir mat á umhverfisáhrifum, eru á borði leyfisveitandans. Þá telja kæruaðilar varúðarreglu og meðalhófi hafnað í athugasemdaferlinu, rannsókn á heildaráhrifum hafi verið vanrækt og skort hafi á rannsókn á samlegðaráhrifum loftmengunar á loftgæði. Þá benda kæruaðilar einnig á ýmis atriði sem bendi til vanhæfis Umhverfisstofnunar í málinu. Það er álit kærenda, að fyrir hendi séu þær aðstæður, sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni stofnunarinnar og starfsmanna hennar í efa með réttu.
Public deli
Public deli