Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Starfsleyfi kynnt fyrir kísilverksmiðju
Þriðjudagur 2. júní 2009 kl. 09:01

Starfsleyfi kynnt fyrir kísilverksmiðju


Umhverfisstofnun hefur hafið kynningu á tillögu að starfsleyfi vegna kísilverksmiðju í Helguvík.

Í tillögunni er lagt til að rekstaraðila sé heimilt að framleiða í tveimur ljósbogaofnum allt að 50.000 tonn á ári af hrákísli og allt að 20.000 tonn af kísilryki auk reksturs fylgibúnaðar, verkstæða og annarrar þjónustu fyrir eigin starfsemi.

Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir á heimasíðu bæjarins þennan áfanga í verkefninu mjög mikilvægan. Nú vanti aðeins fjárfestingarsamning ríkisins sem er í undirbúningi. Þegar hann liggi fyrir geti hinir erlendu fjárfestar farið að flytja inn fjármagn til framkvæmda í Helguvík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024