Starfsfólki í Leifsstöð sagt upp
Fjöldi fólks sem vinnur í flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur verið sagt upp störfum í kjölfar samdráttar hjá Flugleiðum í Atlantshafsflugi og fækkun flugferða. Sumu starfsfólki er boðin endurráðning á lægri launum en það hafði áður.Samdráttur í starfsemi Flugleiða er reiðarslag fyrir starfsmenn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Fjölda fólks sem vinnur í Flugstöðinni hefur verið sagt upp störfum en boðin endurráðning á allt öðrum og verri kjörum en það hefur haft hingað til.
Á milli 300 og 400 manns vinna hjá dótturfélagi Flugleiða IGS í Flugstöðinni. Fyrir síðustu mánaðamót fengu margir þeirra uppsagnarbréf sem gildir frá og með 1. september, flestir fengu boð um endurráðningu ef þeir vildu ráða sig á nýjum kjörum. Ekki er ljóst hversu margir missa vinnuna en það verða nokkrir tugir.
Á milli 300 og 400 manns vinna hjá dótturfélagi Flugleiða IGS í Flugstöðinni. Fyrir síðustu mánaðamót fengu margir þeirra uppsagnarbréf sem gildir frá og með 1. september, flestir fengu boð um endurráðningu ef þeir vildu ráða sig á nýjum kjörum. Ekki er ljóst hversu margir missa vinnuna en það verða nokkrir tugir.