Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Starfsfólk safna í Reykjanesbæ fær hæstu einkunn
Ingi Þór Ingibergsson er starfsmaður í Hljómahöll. Þar er Rokksafn Íslands til húsa.
Þriðjudagur 24. febrúar 2015 kl. 11:39

Starfsfólk safna í Reykjanesbæ fær hæstu einkunn

– fyrir góða þjónustu og áhugaverðar sýningar

Duushús, Víkingaheimar og Rokksafns Íslands fá hæstu einkunn fyrir þjónustu starfsfólks og áhugaverðar sýningar. Þetta eru niðurstöður gestakannana sem fyrirtækið Rannsókn og ráðgjöf vann fyrir safnahúsin þrjú á síðasta ári.

Þetta er þriðja árið sem viðkomandi könnun er unnin fyrir Víkingaheima en í fyrsta sinn sem Rokksafnið og Duushúsin eru tekin fyrir. Markmiðið er að átta sig á samsetningu gestahópanna og afstöðu þeirra til safnanna með það í huga að nýta niðurstöðurnar til frekari þróunar staðanna.

Allir þrír staðirnir áttu það sammerkt að fá hæstu einkunn fyrir þjónustu starfsfólks og áhugaverðar sýningar og það sem helst mátti bæta voru safnbúðirnar og merkingar að stöðunum, segir í samantekt sem framkvæmdastjóri menningarráðs Reykjanesbæjar kynnti fyrir ráðinu á dögunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024