Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Starfsfólk HSS mun mæta þörfum þeirra sem á þurfa að halda
Föstudagur 10. október 2008 kl. 15:23

Starfsfólk HSS mun mæta þörfum þeirra sem á þurfa að halda

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hefur komið saman vegna þeirra erfiðleika og áfalla sem margir hafa orðið fyrir vegna sviptinga í fjármálaheiminum nú undanfarna daga.
"Við viljum áfram sem hingað til benda fólki á að við munum gera okkar allra besta til að mæta þörfum þeirra sem á þurfa að halda. Við munum hittast reglulega áfram til að bera saman bækur okkar og meta þörfina. Eftir helgi mun fulltrúi okkar fara á fundi bæði hjá kirkjunni og félagsþjónustunni til að samræming á þjónustu í boði verði sem mest og best.
Símanúmer okkar er 422-0500, símtölum verður vísað áfram til viðeigandi aðila," segir í frétt frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.