Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Starfsfólk HSS boðar til mótmæla á Austurvelli í dag
Fimmtudagur 21. október 2010 kl. 10:26

Starfsfólk HSS boðar til mótmæla á Austurvelli í dag

Starfsfólk á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja boðar til fjöldamótmæla á Austurvelli í Reykjavík í dag, fimmtudaginn 21. október kl. 17:00. Í tilkynningum sem settar hafa verið upp á opinberum stöðum á Suðurnesjum segir:

„Allir Suðurnesjamenn! Fjöldamótmæli á Austurvelli fimmtudaginn 21. okt kl.17:00. Jæja, nú þurfum við að láta í okkur heyra og berjast fyrir okkar málstað. Sýnum samstöðu og mætum öll á Austurvöll. Mætum með kröfuspjöld, en höfum þau málefnaleg“.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í samtali við Víkurfréttir sagði Katrín Guðmundsdóttir, starfsamaður HSS, að hún vonaðist til að Suðurnesjamenn sýndu starfsfólki Heilbriðisstofnunar Suðurnesja samstöðu með því að fjölmenna á mótmælin í dag.

Mynd: Frá mótmælum á Austurvelli í byrjun mánaðarins. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson