Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 7. nóvember 2001 kl. 09:19

Starfsemi þvottahúss Varnarliðsins boðin út - öllum starfmönnum sagt upp

Öllum starfmönnum þvottahúss varnarliðsins hefur verið sagt upp störfum. Alls unnu 14 manns í þvottahúsinu en uppsagnirnar tóku gildi um síðustu mánaðarmót. Ráðgert er að loka húsinu 1. febrúar nk. og verður starfssemi þvottahússins boðin út.
Að sögn Kristjáns Gunnarssonar formanns Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis er fullkomlega löglega að uppsögnunum staðið en Varnarliðið hefur einbeitt sér að því að finna starf handa þeim er misstu vinnuna. „Við erum með málið í gjörgæslu til að fylgjast með því að farið sé eftir reglum og hefur það verið gert hingað til“, segir Kristján. Starfsmenn þvottahússins eru óánægðir með störfin sem í boði eru en reynt verður að vinna störf við hæfi. „Ég vona að starfsfólkið eða starfssemin verði áfram á svæðinu. Ég viil síst af öllu missa þessa vinnu til Reykjavíkur í öllu þessu útboðsæði sem gengið hefur yfir þarna uppfrá undanfarin ár. Hér á svæðinu eru margar vinnufúsar hendur sem geta ráðið við þetta“, segir Kristján að lokum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024