Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Starfsemi flugvalla komin út í skýrslu hjá Keili
Þriðjudagur 9. ágúst 2011 kl. 09:44

Starfsemi flugvalla komin út í skýrslu hjá Keili

Út er komin skýrslan "Starfsemi flugvalla, yfirlit yfir helstu flugvelli á Íslandi og Tampa í Flórída" en hún var unnin í tengslum við nám í Flugrekstrarfræði. Tilurð bókarinnar er sú að síðustu tvö ár hefur verið kennt námskeiðið Flugrekstrarfræði, sem er samstarfsverkefni Keilis og Háskóla Íslands. Umsjón með lokaverkefninu hafði Dr. Gunnar Óskarsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Verkefnið var unnið í nýju hugbúnaðarkerfi, Plan2biz frá Global Call. Kerfi þetta gefur nemendum kost á að vinna verkefnið sameiginlega og veita bæði umsagnir og endurgjöf jafnóðum. Reyndist það einkar vel og hélt nemendum virkum. Útkoman varð svo útgáfa bókarinnar um starfsemi flugvalla. 


Skýrslan gefur innsýn í uppbyggingu flugvallanna, gæðastjórnun, upplýsingar um virðiskeðju flugvallanna, mikilvægi þeirra fyrir þjóðfélagið og ekki síst vangaveltur um hugsanlega þróun þeirra og tækifæri til að efla rekstur. Útgefandi er Keilir og bókina má fá þar.