Starf blaðamanns laust hjá Víkurfréttum
Víkurfréttir óska eftir að ráða blaðamann til starfa sem fyrst. Við leitum eftir einstaklingi í fréttadeildina okkar til að vinna við fréttamennsku fyrir blað, vef og sjónvarp. Þetta er líflegt starf og skemmtilegt.
Hér er nauðsynlegt að vera pennafær og hafa gott vald á íslensku. Frumkvæði og sjálfstæði vinnubrögð. Þá skemmir ekki að vera með nett fréttanef og þekkingu á samfélaginu á Suðurnesjum. Ekki skemmir heldur fyrir að hafa grunnþekkingu í ljósmyndun.
Vinnudagurinn er frá kl. 9 til 17 virka daga. Stundum förum við einnig í útköll á kvöldin og um helgar.
Víkurfréttir ehf. eru fjölmiðlafyrirtæki á Suðurnesjum sem hefur verið starfandi frá árinu 1983. Fyrirtækið rekur vikulegt fréttablað, fréttavefinn vf.is og golfvefinn Kylfingur.is. Þá halda Víkurfréttir úti vikulegum sjónvarpsþætti á Hringbraut.
Umsóknir um starf blaðamanns berist með tölvupósti til Páls Ketilssonar, [email protected]. Hann veitir nánari upplýsingar um starfið.