Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Fréttir

Mánudagur 4. september 2000 kl. 11:48

Stapinn logaði í slagsmálum

Fjölbrautaskólanemar stóðu fyrir Busaballi í Stapa síðastliðið föstudagskvöld, en um kl. 2 var lögreglan kölluð á staðinn og ballið stöðvað sökum óláta og mikillar ölvunar. Að sögn viðstaddra varð fólk á dansgólfinu lítið vart við slagsmálin, en á ganginum logaði allt í slagsmálum. Starfsfólk og kennarar hugðust stöðva ósköpin af eigin rammleik, en báðu lögregluna að vera í nágrenninu, til vonar og vara. Einn ólátabelgurinn var vistaður í fangaklefa lögreglunnar þessa nótt, en hann hafði m.a. unnið sér það til frægðar að ganga í skrokk á nokkrum aðilum, hóta starfsfólki og öðrum viðstöddum og sparka í kvið ófrískrar stúlku sem þarna var að skemmta sér. Rétt er að taka það fram að viðkomandi aðili er ekki nemandi í FS. Tveir piltar nefbrotnuðu í átökunum og tveir handleggsbrotnuðu. Ófríska stúlkan var einnig flutt til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, en hana sakaði ekki.
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25