Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stálu tveimur hnökkum úr hesthúsi
Sunnudagur 2. október 2005 kl. 09:58

Stálu tveimur hnökkum úr hesthúsi

Lögreglu var tilkynnt um þjófnað á tveimur hnökkum úr hesthúsi á Vogastapa í gær.  Eigandinn kvaðst ekki geta sagt nákvæmlega til um hvenær hnökkunum var stolið en væntanlega eftir 1. ágúst s.l.

Annar hnakkurinn er pakistanskur eða indverskur og hinn brúnn íslenskur kominn til ára sinna og ístöð sem eru úr járni eru með stafina G.G.  Þeir sem geta gefið upplýsingar um málið vinsamlega hafi samband við lögregluna í Keflavík í síma 420 2400.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024