Stálu tveimur brettum af múrsteinum
Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú þjófnað á tveimur brettum af múrsteinum sem tekin voru ófrjálsri hendi utan við Röstina á Vatnsnesi í Reykjanesbæ í dag. Tvö bretti af múrsteinum hverfa ekki í skottið á venjulegum fólksbíl og því vill lögreglan örugglega frétta af grunsamlegum mannaferðum við Röstina þar sem lyftara eða örðu tæki hefur verið beitt til að fjarlægja brettin með steinunum.
Meðfylgjandi mynd var tekni á vettvangi þjófnaðarins um miðjan dag í dag.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson