Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Stálu pollabuxum og lakkbrúsa úr Byko
Föstudagur 28. febrúar 2014 kl. 11:36

Stálu pollabuxum og lakkbrúsa úr Byko

- Viðurkenndu verknaðinn og skiluðu þýfinu

Karlmaður og kona urðu uppvís að þjófnaði úr verslun Byko í Keflavík í vikunni. Höfðu þau á brott með sér appelsínugular pollabuxur 66° norður og úðabrúsa með hvítu lakki, án þess að borga fyrir varninginn. Lögreglunni á Suðurnesjum var gert viðvart og jafnframt tjáð að parið hefði verið í annarlegu ástandi við iðju sína. Konan viðurkenndi síðan þjófnaðinn fyrir lögreglu og sagðist hafa tekið lakkbrúsann en kærastinn pollabuxurnar. Vörunum var skilað í verslunina að því búnu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024