Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stálu perum úr jólaseríum
Þriðjudagur 13. desember 2005 kl. 10:23

Stálu perum úr jólaseríum

Í gærkvöld var tilkynnt um þjófnað á ljósaperum úr jólaseríum utan dyra, við tvö hús við Háteig í Reykjanesbæ. Ekki er vitað hver þar var að verki.

Fjórir ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í gærkvöldi og í nótt. Einn ók á 89 km hraða innanbæjar og hinir voru teknir á Reykjanesbrautinni. sá sem hraðast ók þar var á 131 km hraða þar sem löglegur hámarkshraði er 90. 

Þá var einn ökumaður tekinn fyrir að aka yfir gatnamót Hringbrautar og Aðalgötu gegn rauðu ljósi.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024