Stálu olíu af vörubíl
Á annað hundrað lítrum af olíu var stolið af vörubifreið í Reykjanesbæ í fyrradag. Sá sem tilkynnti stuldinn tjáði lögreglunni á Suðurnesjum að gul slanga hefði legið meðfram hlið vörubílsins þegar komið var á vettvang. Þetta vakti að vonum grunsemdir og þegar að var gáð reyndust 100 til 150 lítrar af olíu horfnir úr tanknum.
Þá var í vikunni tilkynnt um þjófnað á Mongoose reiðhjóli.