Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 28. júlí 2003 kl. 10:12

Stálu nánast öllum raftækjunum

Bíræfnir þjófar ryksuguðu nánast öll raftæki út úr heilu einbýlishúsi í Grindavík um helgina og komust undan með þýfið, að öllum líkindum á rúmgóðum bíl. Lögreglan telur líklegt að þeir hafi framið ránið aðfarnótt sunnudags, þegar íbúarnir voru að heiman en þeir uppgötvuðu hvers kyns var þegar heim var komið í gærkvöldi.Meðal hluta sem stolið var er stórt sjónvarp, örbylgjuofn, hljómflutningstæki og fleira. Hleypur þýfið á háum upphæðum. Lögreglan í Keflavík biður þá sem geta veitt upplýsingar um málið að gera það nú þegar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024