Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stálu jólapökkum og tölvum
Föstudagur 30. desember 2016 kl. 15:45

Stálu jólapökkum og tölvum

Brotist var inn í hús á Suðurnesjum í vikunni þar sem þjófar höfðu m.a. á brott með sér þrjár tölvur og þrjá óopnaða jólapakka sem sátu undir jólatré.

Einnig var tilkynnt um innbrot í bát í Sandgerðishöfn í gær. Sá eða þeir sem voru þar að verki höfðu brotið sér leið inn um glugga bakborðsmegin og haft á brott með sér útvarpstæki. Ekki er ljóst hvort fleiru var stolið. Lögregla rannsakar málin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024