Stálu hundruðum lítra af olíu
Þjófnaður á umtalsverðu magni af litaðri olíu var tilkynntur til lögreglunnar á Suðurnesjum í gær. Búið var að dæla um 220 lítrum af olíu úr tanki sem var við húsnæði fyrirtækis í Reykjanesbæ. Ekki er vitað hvenær þjófnaðurinn átti sér stað, en talið er að það hafi verið á síðustu dögum. Lögregla biður þá sem kunna að búa yfir upplýsingum um málið að hafa samband í síma 420-1800.