Stálu græjum af trúbador
Einar Örn Konráðsson, íbúi að Mávabraut í Reykjanesbæ, varð fyrir leiðinlegri lífsreynslu á dögunum. Tveimur Bringer hátölurum og Nike-tösku með mixer og snúrum var stolið úr geymslu, en Einar er trúbador í hjáverkum og er mikill missir af tækjunum.
Hann var einmitt á leið vestur á firði til að leika þar um páskana en greip í tómt þegar hann ætlaði að ná í græjurnar. Tónleikarnir redduðust engu að síður með hjálp góðra manna og fékk Einar Örn m.a. plötusamning upp úr kvöldinu.
Einar vill biðja alla sem geta gefið upplýsingar um hvarfið, eða hvar tækin gætu verið niður komin er bent á að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420 1800.