Þriðjudagur 29. nóvember 2005 kl. 09:30
Stálu fötum og peningum í innbroti

Brotist var inn í Sportbúð Óskars við Hafnargötu í Reykjanesbæ á aðfararnótt mánudags. Þarna hafði stigi verið notaður, til að fara inn um glugga, sem er á annarri hæð á austurhlið hússins. Eitthvað var tekið af fatnaði og 5000 krónur úr peningakassa verslunarinnar.
Næturvaktin var tíðindalítlil hjá lögreglu og bar fátt til tíðinda.