Stálu fatnaði úr Rauða kross búðinni
Hópur fólks lét greipar sópa í verslun Rauða krossins í Keflavík í vikunni án þess að greiða fyrir það sem tekið var. Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um málið og hafði hún uppi á nokkrum einstaklingum sem viðurkenndu að hafa tekið fatnað.
Tvær konur voru stöðvaðar í Nettó í vikunni og reyndust þær báðar vera með þýfi úr versluninni í veskjum sínum. Önnur var með varning að verðmæti tæplega 7.000 krónur en hin með hluti að andvirði rúmlega 18.000 krónur.